Search

Það segir í bók bókanna að sannleikurinn muni gera þig frjálsan.

Það segir í bók bókanna að sannleikurinn muni gera þig frjálsan. Þetta eru sannarlega merkileg orð og þýðingin mikilvæg fyrir okkur mannfólkið.

Ef þú átt erfitt með sannleikann og vilt ekki leyfa honum að heyrast þá kemur tvennt til. Brot í þínu eigin lífi sem þú þarft að horfast í augu við og fá lækningu við. Hitt er meðvirkni gagnvart umhverfi þínu og jafnvel fólki sem þú hefur hugsanlega sett uppá stall. Það getur verið snúið að horfast í augu við meðvirkni en algjörlega nauðsynlegt ef þú vilt vera frjáls og heilbrigður einstaklingur.

Síðan er það bara annað mál með sönnunarbyrði fyrir dómstólum, fyrirgefningu og endurreisn. Það er efni í pistil.

0 views