Search

Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, . . . . .

Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar er þú hefur skapað. Hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans? (Sálm 8:4-5)

Þegar maður lítur sköpunarverk Drottins, stjörnubjartan himin, fegurðina þegar sólin skín á jörðina, tunglið sem birtir upp dimmuna, þá finnur maður sig svo lítinn í samanburði. Samt erum við æðsta sköpunarverkið. Við höfum frjálsan vilja sem önnur sköpun hefur ekki. Horfum oft upp í himininn, á stjörnurnar, njótum þess þegar sólargeislarnir verma okkur og þökkum fyrir birtu tunglsins. Hann skapaði þetta allt fyrir okkur til að njóta. Við skulum temja okkur að þakka honum á hverjum degi fyrir það hversu mikið hann elskar okkur. Látum stjörnurnar, sólina og tunglið minna okkur á það.

0 views