"Þetta hef ég talað við yður, svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraust. Ég hef sigrað heiminn." (Jóh. 16:33)
Við verðum fyrir ýmsum áföllum og erfiðleikum í lífinu, en þar sem Jesús hefur sigrað heiminn og ef hann býr í okkur, þá eigum við sigur og frið í öllum kringumstæðum.