Search

Bíð róleg eftir Guði, sála mín, frá honum kemur hjálpræði mitt. (Sálm. 62:2)


Óþolinmæði er okkur oft þrándur í götu. Guð er aldrei neitt að flýta sér, Hann er með allt á hreinu og þekkir allar okkar þarfir. Stundum er Hann hreinlega að fletta burtu hlutum úr lífi okkar eins og t.d. óþolinmæðinni. Ef við höfum lagt málefnin okkar í Hans hendur, þá er bara að bíða róleg. Eins og þegar við sáum í frjóa jörð. Það verður alltaf ferli þar til ávöxturinn kemur. Hann kemur ekkert fyrr þótt við rótum í moldinni með óþolinmæði. Vökvum og hlúum að þar til við sjáum árangurinn. Bíðum róleg eftir Guði, sem er hjálpræði okkar.

0 views