Search

Bráðlyndur maður vekur deilur, en sá sem seinn er til reiði, stillir þrætu.(Orðskv. 15:18)

Bráðlyndur maður vekur deilur, en sá sem seinn er til reiði, stillir þrætu. (Orðskv. 15:18)

Það er mikil gæfa að geta haldið stillingu þótt deilur/ádeilur fari í gang. Jesús þagði þegar hann var hæddur og smáður og lítið gert úr Honum.

Þegar við bregðumst við í reiði eða móðgumst vegna einhverra ummæla eða verka, þá getur stífla opnast sem erfitt er að hemja og loka fyrir.

Það borgar sig alltaf að telja mjög hægt upp að 10 og opna svo ekki munninn nema til að brosa.

0 views