Search

En við höfum ekki hlotið anda heimsins heldur andann sem er frá Guði, . . .

En við höfum ekki hlotið anda heimsins heldur andann sem er frá Guði, til þess að við skulum vita hvað okkur er af Guði gefið. (I. Kor. 2:12)

Við sem höfum tekið á móti Kristi höfum í okkur anda Hans. Við þurfum að læra að þekkja hvað kemur þaðan og hvað kemur af heimsins anda. Þeir stríða gegn hvor öðrum. Ef við byggjum líf okkar á orði Guðs, þá lærum við að þekkja muninn á þessum tveim andaheimum. Það getur verið auðveldara að velja út frá heimsins anda, lausn oft á tiðum, en skammvinn er hún. Orð Guðs er eilíft og gefur okkur alltaf öruggan sigur þegar við stígum út á það í trú.

0 views