top of page
Search

Feður okkar öguðu okkur um fáa daga, eftir því sem þeim leist en okkur til gagns agar Guð okkur . .

Feður okkar öguðu okkur um fáa daga, eftir því sem þeim leist en okkur til gagns agar Guð okkur svo að við fáum hlutdeild í heilagleika hans. (Heb 12:10)

Guði er það svo mikilvægt að við náum því að losa okkur við það sem hindrar okkur í því að framganga í heilagleika. Við erum heilög en það er svo margt sem getur skyggt á það. Getur hangið á okkur og í okkur og veldur því að við lendum í fjötrum hugsana okkar og aðgerða. Ögun Guðs miðar að því að hjálpa okkur að hugsa rétt og lifa rétt svo að við fáum að líta hans góða fagra og fullkomna sem okkur er ætlað.

0 views
bottom of page