Fjölskyldusamkoma opið hús

Góðan daginn kæru vinir. Það fylgir því mikil gleði að tilkynna að nú getum við aftur opnað húsið okkar á samkomunum, þó hámarkið sé 100 manns eins og er (börn fædd 2015 og síðar teljast ekki með). Við verðum samt sem áður að fylgja ákveðnum reglum, sem við gerum með gleði. Þær eru:

1. Við komuna þarftu að staldra við borðin hjá samkomuþjónunum. Þeir munu skrá niður nafn, kennitölu og símanúmer allra sem verða á samkomunni. Þetta er gert til að auðvelda smitrakningu ef þörf er á. 2. Grímuskylda er allan tímann í húsinu. 3. Fjarlægðarmörk milli óskyldra aðila er 1 metri. 4. Önnur hver sætaröð er opinn, vinsamlegast ekki færa stólana til. Við hvetjum alla í nánum tengslum að sitja saman, þannig næst betri sætanýting í salnum. 5. Ef einhver kvef eða flensueinkenni eru að hrjá þig, skaltu vera heima og fylgjast með á skjánum. 6. Ef þér líður betur með að vera kyrr heima fyrir í þessu Covid ástandi, þá geturðu samt sem áður tekið þátt, því öllum samkomum er streymt. 7. Ath. Anddyri og kaffistofa er sérstakt sóttvarnarrými og þar mega því ekki safnast fleiri saman en 20 manns í einu og 1 metra reglan gildir. Vinsamlegast hafið þetta í huga fyrir og eftir guðsþjónustuna.


3 views