Search

Guðsþjónusta 14.nóvember 2021

Updated: Nov 13, 2021

Góðan daginn kæra Smárakirkjufjölskylda, vinir og velunnarar.

Covid er enn að leika landsmenn hart og hafa þegar nokkrir úr okkar hópi lent í sóttkví. Við treystum því að enginn sýkist eða verði alvarlega veikur og hafa nýjar reglur nú tekið gildi eins og vitað er, sem vonandi sporna vel við.

Fimmtíu manns, 1m og grímuskylda gildir hjá okkur næstu vikurnar og erum við sammála um að allur sé varinn góður, ekki síst þegar jólin nálgast, þegar fólk vill fá að dvelja saman í öryggi. Við munum því loka húsinu næstu 3 vikurnar eða svo og eingöngu senda samkomurnar út á netinu.

Kolbeinn Sigurðsson mun tala til okkar þennan sunnudag, þann 14. nóvember og við hvetjum þig til að vera með okkur við skjáinn; syngja með, lofa Drottinn og heyra hans orð. Guð blessi þig og þína fjölskyldu, varðveiti og verndi.


7 views