Search

Guðs ríkið er þannig að maður sáir sæði í jörð.

Guðs ríkið er þannig að maður sáir sæði í jörð. Hann sefur síðan og vakir, nætur og daga, en sæðið grær og vex, hann veit ekki með hverjum hætti. Sjálfkrafa ber jörðin ávöxt. Fyrst stráið, þá axið og síðan fullvaxið hveiti í axinu. En þá er ávöxturinn er fullþroska lætur hann þegar bera út sigðina því að uppskeran er komin. (Mark 4: 26-29)

Þarna er Jesús að segja okkur hvernig við þurfum að bíða eftir ávextinum af þeim sáðkornum sem við sáum. Við vitum að einn daginn mun uppskeran koma. Við fáum hana ekki með því að róta sífellt í moldinni til að gá hvort eitthvað sé að gerast heldur bíðum róleg, sofum og vökum þar til við sjáum strá, öx og svo hveitið í axinu. Þá er uppskeran komin og við fáum að njóta hennar.

0 views