Search

Hann veiti þér það sem hjarta þitt þráir og veiti framgang öllum áfrormum þínum.(Sálm. 20:5)


Þetta þráir Guð að gera og gerir ef líf okkar er í hendi Hans. Eins og segir í lagi einu: "Allt sem held ég í, nú ég sleppi því, ég gef þér allt minn Guð". Það er oft erfitt að sleppa því sem við viljum halda í, en ef við gefum Guði allt, þá sorterar Hann lífið til hins besta.

Hann opnar dyr sem okkur órar ekki einu sinni fyrir að gætu opnast. Missum ekki af hans velvilja og velgegni. Gefum Honum rúm til að vinna mikil og stór verk í okkur og í kringum okkur. Hann er svo góður, svo mikill, svo gjafmildur og vill sýna okkur það

1 view