Search

Hegðið ykkur ekki eftir öld þessari heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins . . .

Hegðið ykkur ekki eftir öld þessari heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins svo þið fáið að reyna hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra of fullkomna. (Róm 12:2)

Það er svo margt sem getur truflað huga okkar og hann fer oft þangað sem ekki er gott og hollt og getur fjötrað okkur.

Við þurfum að endurnýja huga okkar og hugarfar ef við viljum vera frjáls og uppgötva allt það góða fagra og fullkomna sem er í Guðsríkinu innra með okkur.

Það gerist ekki yfir nótt, það getur verið endalaus vinna en hún er þess virði. Stundum þurfum við að taka hugsun 100 sinnum á dag og breyta henni samkvæmt orði Guðs til að hlekkir hennar brotni af.

0 views