Search

Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en fyrirgjöra sálu sinni.(Mark. 8:36

Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en fyrirgjöra sálu sinni. (Mark. 8:36)

Þetta geta verið þung orð, sbr. unga manninn sem spurði Jesú hvernig hann gæti eignast eilíft líf. Hann hélt öll boðorðin en Jesús vissi alveg hvað stóð í veginum, því sagði hann honum að selja allar eigur sínar og gefa fátækum Það gat maðurinn ekki hugsað sér og fór hryggur í burt. Jarðneskar eigur voru honum mikilvægari en fjársjóður á himnum. (Mark 10.17-22)

Við skulum íhuga vel hvar fjársjóður okkar er. Tími okkar hér á jörð er svo stuttur og líður fljótt en margir nota þann tíma til að sanka að sér jarðneskum fjársjóðum sem munu fyrnast meðan tíminn ætti að fara í að byggja sig upp og vera klár fyrir himininn. Safna fjársjóðum í hjörtu okkar.

Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera. (Matt. 6:21)

Það er ekkert að því að eiga fallega hluti og fjármuni, bara að það skipi ekki stærra sess en lífið í Jesú og framtíðin með honum á himnum.

1 view