top of page
Search

Lát þú mig heyra miskunn þína að morgni dags því að þér treysti ég. . .

Lát þú mig heyra miskunn þína að morgni dags því að þér treysti ég. Gjör mér kunnan þann veg sem ég á að ganga því að til þín hef ég sálu mína. (Sálm 143:8)

Ekkert er betra en að vakna hvern morgun með bæn í hjarta til Guðs um að við lifum á hans vegum frammi fyrir honum yfir daginn. Verum fyrirmyndi Jesú öllum sem við umgöngumst og hittum. Dagarnir eru allskonar og bjóða upp á ýmsar áskoranir en miskunn hans er alltaf til staðar.

Lofa hann svo að kvöldi fyrir allar hans velgjörðir.

3 views
bottom of page