top of page
Search

Lofa þú Drottinn sála mín og allt sem í mér er, hans heilaga nafn...

Lofa þú Drottinn sála mín og allt sem í mér er, hans heilaga nafn. Lofa þú Drottinn sála mín og gleym ekki neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein. (Sálm 103:1-3)

Það er gott að lofa Drottinn í öllum kringumstæðum. Sérstaklega þegar bjátar á, þá skulu við minna okkur á allt það sem hann hefur gert. Ekki bara fyrir okkur heldur kynslóðirnar á undan. Minna okkur á hvernig hann opnaði Rauða hafið, gaf Ísraelsmönnum manna og lynghæsn að borða. Þegar við setjum huga okkar þar, þá erum við opin fyrir lækningu hans og lausn og vitum að við erum frjáls því hann hefur fyrirgefið okkur allar okkar misgjörðir.

3 views
bottom of page