Search

Nýtt boðorð gef ég yður, að þið elskið hvert annað.
Eins og ég hef elskað ykkur, skuluð þið einnig elska hvert annað. Á því munu allir þekkja, að þið eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hvert til annars. (Jóh. 13:34-35)Þessu boðorði skipti Jesús út fyrir boðorðin 10, sem voru lögmálið, en Hann uppfyllti það fyrir okkur í eitt skipti fyrir öll, eftir að hafa fullkomnað það á krossinum. 
Við trúum því að Jesús elski okkur án skilyrða af því Hann segir það. 
 Við eigum að elska hvert annað á sama hátt og Hann elskar okkur! 
Skoðum hjörtu okkar án afláts í þessu. Hvort fólk í kringum okkur sjái að við erum sannir lærisveinar Hans. Þetta er ekki flókið en við erum oft snillingar í að flækja ýms mál með kærleiksleysi.
Ef Jesús getur elskað okkur eins og við vorum, erum og verðum, þá eigum við að geta elskað hvert annað, annars myndi Hann ekki fara fram á það. Finnum ekki afsakanir eða blóraböggul fyrir því að elska ekki. Elskum bara eins og Jesús.

2 views