Search

Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu . . .

Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik. Hann sneiði hjá illu og gjöri gott, ástundi frið og keppi eftir honum. Því augu Drottins eru yfir hinum réttlátu og eyru hans hneigjast að bænum þeirra. (1. Pét. 3:10-12)

Það er svo mikilvægt að við skerum okkur úr frá heiminum. Þar er svo margt sem hrjáir, svo margt illt í gangi en við skulum leyfa tungu okkar og vörum að mæla aðeins það sem er uppbyggilegt og gefur líf. Að lifa í friði við Guð og menn á alltaf að vera okkar farvegur í Kristi og við þurfum að skína sem ljós inn í myrkan heim. Það gleður Guð þegar hann sér okkur hneigjast að orði hans og því lífi sem hann hefur kallað okkur til í gegnum það. Því að við erum í þessum heimi eins og Jesús er (1. Jóh. 4:17) Lifum í kærleika, tölum líf og þá munum við sjá góðu dagana.

2 views