Search

Sæll er hver sá er óttast Drottinn og gengur á hans vegum.

Sæll er hver sá er óttast Drottinn og gengur á hans vegum. Já, afla handa þinna skalt þú njóta, sæll ert þú, vel farnist þér. (Sálm 128:1-2)

Að óttast Drottinn er ekki að vera hræddur við hann, heldur að virða hann og hans leiðir. Að gera það og fara eftir orði hans, veldur því að við munum verða blessuð og njóta þess sem við tökum okkur fyrir hendur.

Þetta er svo einföld ráðlegging úr orðinu. En við megum ekki rugla okkar vegum við hans, því hann fer oft aðrar leiðir en við gerum ráð fyrir.

1 view