Smárakirkja var stofnuð í júní 2014 og er útgangspunktur kirkjunnar, kærleikur.
Kirkjan er með það að leiðarljósi að boða Guðs orð og að efla einstaklinginn.
Okkur finnst mjög mikilvægt að elska náungann eins og sjálfa okkur eins og Kristur boðaði og huga að þeim sem minnst mega sín í þjóðfélagi okkar.
Við lítum svo á að það sem við gerum gagnvart þeim sem minnst mega sín séum við að gera Kristi.
Þess vegna viljum við efla einstaklinginn og hvetja fólk til dáða.
Kærleikurinn er algjörlega leiðarljósið í þessari kirkju og allt sem við gerum nálgumst við út frá
kærleika og umburðarlyndi.
Við höfum öll eitthvað sem þarfnast lagfæringar og við trúum því að rétt eins og börnin okkar þurfa fyrst og síðast umhverfi kærleika og hvatningar til að ná árangri þá eigi það sama við um okkur öll. Fólk eflist enn frekar til dáða í því sem rétt er þegar við hættum að einblína á það sem það gerir rangt og förum að einblína á hitt sem er gert vel og rétt og við trúum því að kirkjan eigi að staðsetja sig þar.
Við viljum að hér fái fólk rödd sem heyrist og að talentur þeirra fái að njóta sín og við viljum að fólk
stígi inn í hlutverk sitt og fái að blómstra hér í kirkjunni.
Við erum með margs konar starf hér í kirkjunni, svo sem barnastarf, tónlistarstarf og bænastarf.
Kirkjan hefur lagt mikla áherslu á hjálparstarf og stofnuðum við því Hjálparstarfið Vonina, sem hefur
vaxið gríðarlega á undanförnum árum þar sem þörfin í þjóðfélaginu er mikil.
Við viljum taka þeirri áskorun Krists að vera framlenging á Honum inn í þjóðfélagið eða vera hendur og fætur Jesú og sýna þann kærleika sem hann sýndi öllum sem urðu á hans vegi.
Forstöðumaður kirkjunnar
Sigurbjörg Gunnarsdóttir
er gift og tveggja barna móðir.
Maki hennar er Aðalsteinn Scheving
og eiga þau saman tvíburana
Gunnar og Huldu Maríu Scheving.