top of page

Útleiga á sal

Veislusmárinn er er veislusalur sem Smárakirkja leigir út til veisluhalda, tónleika, ráðstefna og funda af ýmsu tagi.

Lýsing og nánari upplýsingar:

Veislusmárinn er fullbúinn glæsilegur salur sem rúmar allt að 150 manns í sæti og um 200 manns í standandi veislur.

Góð lofthæð er í salnum, þægilegir stólar og svið fyrir ræðuhöld, hljómsveit og skemmtikrafta.

 

Salurinn er mjög vel búinn tækjum.

Gott hljóðkerfi fyrir hljóðfæri, tal, dinnertónlist og tónleikahald.

Lýsing á sviðinu og í salnum eins og best verður á kosið. Í salnum er einnig upptökubúnaður fyrir hljóð og tónlist.

Góðar upptökuvélar eru í salnum þannig að það er mögulegt að streyma viðburðum á netið eða taka upp á minniskort.

 

Salnum fylgir handhægt og mjög vel búið eldhús, með fullkomnum ofni, eldavél, uppþvottavél og kæli. Eldhúsið hentar jafnt sem móttökueldhús eða til fulleldunar á mat fyrir veislur.

Allur helsti borðbúnaður fylgir með.

Ef viðburður kallar á móttöku, aðstöðu til vinnufunda, eða undirbúnings af einhverju tagi, er mjög auðvelt að svæðisskipta salnum.

Á efri hæð er notalegt leikherbergi fyrir börnin.

Salurinn er leigður út með eða án veitinga, en fyrir þá sem þess óska, er Veislusmárinn í samstarfi við veisluþjónustu sem getur töfrað fram allt það sem hugurinn girnist.

Veislusmárinn hentar vel fyrir veislur af öllu tagi, brúðkaupsveislur, fermingaveislur, erfidrykkjur og stórafmæli.

Salurinn hentar líka mjög vel fyrir ráðstefnur, fundi, menningarviðburði af ýmsu tagi og tónleika.

Ýmiss búnaður til skreytinga getur fylgt salnum, svo sem kertaluktir, borðskraut og fleira.

Veislusmárinn Grafarvogi - Sporhamrar 3, 112 Grafarvogur

Veislusalur full skreyttur
bottom of page