BARNASTARFIÐ
Meðan á sunnudagssamkomunni stendur, er
barnastarfið í gangi og þar er líf og fjör.
Öll börn eru hjartanlega velkomin.
Kennslan fyrir börnin er mjög fjölbreytt og ættu allir
að geta skemmt sér vel og lært eitthvað nýtt.
Barnastarfið er fyrir krakka á aldrinum 3-12 ára.
Það er blessun að fara með börnin okkar í kirkju.

TÓNLISTARSTARF SMÁRAKIRKJU
Markmið okkar er að ná til sem flestra og að fólk
geti kynnst Jesú í gegnum tónlistina okkar.
Við viljum leggja okkar af mörkum til að sjá
kirkjuna okkar vaxa og dafna.
Tilgangur okkar er að hvetja, uppörva og þjálfa þá
sem Guð hefur kallað í tónlistarþjónustu -
Markmiðið:
er að vaxa í ágæti, næmni, auðmýkt og styrk.
Þrá okkar er sú að sjá kirkjuna okkar fulla af fólki
sem vill þjóna Guði í anda og í sannleika.
Hefur þú áhuga að vera með ?
Láttu okkur endilega vita hvar áhugi þinn liggur til þátttöku.

Bænastarf kirkjunnar
Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna,
knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.
Lúkas 11:19
Við höfum trú á bæninni og vitum að Guð
svarar bænum. Fjölmargir í kirkjunni eiga frásögur
af sönnum bænasvörum.
Fyrirbæn:
Eftir flestar samkomur í kirkjunni er boðið upp á
fyrirbæn fyrir þá sem vilja. Hægt er að fá fyrirbæn
fyrir hverju því sem fólki liggur á hjarta.
Bænastundir:
Bænastundir eru í kirkjunni og þá
er beðið fyrir ýmsum málefnum.
Eftir bænastund er kaffisopi og samfélag.

Smárakirkja var stofnuð í júní 2014
og er útgangspunktur kirkjunnar
kærleikur
Kirkjan hefur það að leiðarljósi að boða Guðs orð
og efla einstaklinginn.
Okkur finnst mjög mikilvægt að elska náungann
eins og okkur sjálf.
Kristur bað okkur einnig að huga að
þeim sem minnst mega sín í þjóðfélagi okkar.
Við lítum svo á, að það sem við gerum gagnvart þeim
sem minnst mega sín, séum við að gera Kristi.
Þess vegna viljum við efla einstaklinginn og hvetja
fólk til dáða.
Kærleikurinn er leiðarljós í kirkjunni og allt sem við
gerum nálgumst við út frá kærleika og umburðarlyndi.

SKRÁNING Í TRÚ- EÐA LÍFSSKOÐUNARFÉLAG:
TILKYNNTU HÉR OG ÞÁ TEKUR BREYTINGIN
ÍSLYKLI EÐA RAFRÆNUM SKILRÍKJUM.
Ef þú einhverra hluta vegna getur ekki tilkynnt
um breytingu á skráningu í trú- og lífsskoðunarfélag á
vefnum, þá er hér önnur leið, en afgreiðslan getur þá
tekið allt að 8-10 daga:
Tilkynning til þjóðskrár um skráningu í trúfélag og
lífsskoðunarfélag eða skráningu utan trúfélaga og
lífsskoðunarfélaga (16 ára og eldri) Munið að vista
skjalið og opna svo í Adobe Reader.
Tilkynning til þjóðskrár um skráningu í trú- eða
lífsskoðunarfélag eða skráning utan trúfélaga og
lífsskoðunarfélaga (yngri en 16 ára)
Munið að vista skjalið og opna svo í Adobe Reader.

Orðskviðirnir 27:17
Járn brýnir járn, og maður brýnir mann.
1.Sam.13:14
"Drottinn hefir leitað sér að manni eftir sínu hjarta"
Þessi hópur á það sameiginlegt að við erum karlmenn.
Við ætlum að koma saman til að byggjast upp í Guði og eiga góðar stundir saman, þar sem hvatning verður í fyrirrúmi
Vona að þið takið vel í að vera hluti af þessum hópi
Fastur hittingur er einu sinni í mánuði.

Stelpurnar
Markmið hópsins er að hittast í kærleika og með uppbyggingu að leiðarljósi
Orðskv. 31:16-18
Hún hefir augastað á akri og kaupir hann,
af ávexti handa sinna plantar hún víngarð.
Hún gyrðir lendar sínar krafti
og tekur sterklega til armleggjunum.
Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm,
á lampa hennar slokknar eigi um nætur.

Tekmar tæknideild kirkjunnar.
Markmið Tekmar:
Að vera á púlsinum í tæknimálum og þróun
þeirra í kirkjunni. Með þessu móti getur þjónustan
stuðlað að enn frekari árangri í boðuninni.
Markmiðið er einnig að þjálfa nýtt fólk
í tæknivinnslu og sjá til þess að tæknimál kirkjunnar
séu í lagi og allt gangi snuðrulaust fyrir sig.
Tæknimenn Tekmars sjá um hljóð- og myndvinnslu
fyrir vefinn og samkomur.
Tekmar hefur umsjón með kaupum á tækjum,
tölvum og hljóðbúnaði í samráði við önnur
svið kirkjunnar.
Tekmar er stoðdeild við aðra þjónustu í kirkjuni þegar kemur
að tæknimálum. Einvalalið tæknimanna Tekmars hafa áratuga reynslu í
hönnun, videovinnslu, hljóðvinnslu og heimasíðugerð.
Jesús sagði við þá: „Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni. Mark. 16:15
