
Vertu með í liðinu
Snýst um að bjóða fólki inn í lifandi fjölskyldu þar sem hver og einn skiptir máli.
Vertu með
Í Smárakirkju er engin samkoma bara „sjálfvirk“ – á bak við hverja sunnudagssamkomu standa margar hendur og hlý hjörtu.
Samkomuþjónar taka á móti fólki, hjálpa til við að finna sæti og skapa hlýtt andrúmsloft.
Í barnastarfinu er sinnt börnum á kærleiksríkan og öruggan hátt á meðan foreldrar sitja samkomuna í friði.
Bakvið tjöldin vinna líka sjálfboðaliðar í tæknimálum, túlkun, eldhúsi og kaffihorni.
Sumir sjá um hljóð og mynd, aðrir þýða prédikun á ensku, elda heitan mat eða hella upp á kaffi og taka til eftir samkomu.
Allt þetta gerir það að verkum að fólk upplifir lifandi, skýra og hlýja samkomu þar sem auðvelt er að mæta Guði og fólki.
Við leitum ekki að „fullkomnu“ fólki heldur fólki sem er tilbúið að vera trúfast þegar það hefur skráð sig til þjónustu. Það þarf ekki að vera hvern einasta sunnudag – heldur að standa við það þegar maður hefur merkt sig í vakt.
Ef þú vilt vera með í liðinu, er til eitthvað fyrir þig, sama hvort þú elskar að taka á móti fólki, vinna með börnum, fikta í tækninni eða hjálpa til með mat og kaffi.
Þú ert velkomin(n) að taka næsta skref og vera með í því að byggja upp samkomur Smárakirkju.
